Prenta  

5 ráð til að halda áhrifaríka hópkynningu

Public-Speaker-Enthusiastic-Woman

Æ oftar eru rekstrarsérfræðingar beðnir um að halda kynningar með teymum. Allir í þínu teymi þurfa að skerpa á hæfni sinni í undirbúningi og framsögu svo slíkar kynningar verði árangursríkar. Fagmannlegar kynningar teyma krefjast vandlegs undirbúnings, snurðulausra skiptinga, rökréttrar efnisröðunar og hæfileikans til að tjá hug sinn á samhangandi og fagmannlegan hátt. Hér eru fimm ráð sem vinnuhópurinn þinn ætti að fylgja til að flytja vel heppnaða kynningu.

1) Kraftmikil byrjun – Byrja með hvelli. Þú vilt fanga athygli viðstaddra undir eins og gefa tóninn fyrir kynninguna. Gættu þess að undirbúa yfirlýsinguna þína vandlega og koma með áhugaverða yfirlýsingu (tölfræðilega eða aðra staðreynd) sem þú getur rökstutt og fengið góð viðbrögð við.
 
2) Inngangur – Eftir byrjunina skaltu ávallt fara stuttlega yfir efnisatriði kynningarinnar og kynna alla meðlimi teymisins. Inngang er hægt að hafa með tvennu móti. Annaðhvort getur leiðtoginn kynnt stuttlega hvern og einn meðlim teymisins og hlutverk hvers og eins í verkefninu, eða hver og einn meðlimur getur kynnt sig með nafni og sagt stuttlega frá hlutverki sínu í verkefninu.
 
3) Afhending gagna – Hluti af undirbúningi fyrir kynninguna er að huga vandlega að afhendingu gagna. Lélegt kynningarefni getur hægt á flæði kynningarinnar og ruglað áheyrendur í ríminu. Til að flutningurinn takist sem best skaltu halda strangan tímaramma fyrir hvern og einn flytjanda og gefa til kynna með ákveðnu orðalagi að röðin sé komin að næsta flytjanda: „Rétt bráðum mun Bjarni segja okkur hvernig tímaáætluninni er háttað." Allir flytjendur þurfa að taka vel eftir svo að þeir heyri sína kvaðningu.

4) Fyrirspurnir og umræður – Skilvirkur spurningatími hefur jákvæð áhrif á viðhorf áheyrenda til kynningarinnar. Mikilvægt er að þessi hluti kynningarinnar sé undirbúinn. Taktu þér einhvern tíma í að ákvarða hvaða spurninga megi vænta og hvaða umræðuefni líklegast sé að beri á góma í fyrirspurnatímanum – og hvaða meðlimur teymisins svari fyrir hvað. Þú skalt líka ákveða orðalag kvaðningar svo meðlimir teymisins viti hvernig þeir eiga að bæta við það sem þú segir.
 
5) Að enda með stæl – Mikilvægt er að endir kynningarinnar sé áhrifaríkur. Í lokin eru þau heildarskilaboð kynningarinnar undirstrikuð sem þú vilt að áheyrendur fari með heim í huga sér. Þú vilt að einn aðili, líklega leiðtoginn, ljúki kynningunni fyrir hönd teymisins. Gættu þess að safna saman öllu efni og öllum búnaði sem þú hefur notað, eftir kynninguna.
 
 

Til baka

 
 

Ármúli 11, Reykjavik, 108, IS
S:(+354) 555 7080

Fylgdu okkur á

 
© 2018 Dale Carnegie & Associates, Inc.. Allur réttur áskilinn.
Vefsíða hönnuð og þróuð af Americaneagle.com