Prenta  

5 ráð til að taka á mistökum

Körfuboltagoðsögnin John Wooden segir: „Leiðin til glötunar er ekki fólgin í því að gera mistök en hún getur verið fólgin í þeim mistökum að breytast ekki." Augljóslega er hann að segja að öllum mistekst einhvern tíma. Það sem skiptir öllu máli er hvað þú gerir eftir að þér hefur mistekist. Hér eru fimm leiðir til að takast á við mistök og halda áfram á velgengnisbrautinni.
 
ncb_01wooden_800

1.) Hristu þau af þér
Enginn er fullkominn. Af og til gera allir mistök, þau eru óhjákvæmileg. Ekki eyða tíma í áhyggjur. Þú skalt sættast við það sem er óhjákvæmilegt og einbeita þér að því sem þú ert að gera núna.

2.) Ekki láta smámuni ergja þig
Gleymdu því lítilfjörlega. Ef þú ýtir smámistökunum úr huganum geturðu einbeitt þér betur og komið í veg fyrir stóru mistökin áður en þau eiga sér stað.
 
3.) Ekki hafa áhyggjur af fortíðinni
Hristu af þér mistökin þín og haltu áfram. Gleymdu því sem gerðist, einu gildir hversu heimskulegt eða vandræðalegt það var. Með því að sleppa takinu af fortíðinni áttu betra með að einbeita þér að verkefnunum hér og nú.
 
4.) Græddu á mistökunum þínum
Gott og vel, þú gerðir mistök. Þá skaltu reyna að finna út ástæðuna, skrá hana hjá þér og halda síðan áfram. Jafnvel bara að skrá þetta hjá sér í huganum hjálpar þér að muna eftir því að vera varkárari við sömu aðstæður.
 
5.) Hvíldu þig áður en þú verður þreytt(ur)
Oft stafa kjánaleg mistök einfaldlega af þreytu. Gættu þess að þú fáir nægan svefn.
 
 

Til baka

 
 

Ármúli 11, Reykjavik, 108, IS
S:(+354) 555 7080

Fylgdu okkur á

 
© 2018 Dale Carnegie & Associates, Inc.. Allur réttur áskilinn.
Vefsíða hönnuð og þróuð af Americaneagle.com