Prenta  

15 broslegar staðreyndir

 

Bros

Þú kemst í betra skap með því að þvinga þig til þess að brosa: Sálfræðirannsóknir sýna fram á að jafnvel þó þú sért í vondu skapi en brosir samt þá léttist lundin. Heilinn gerir lítinn greinarmun á ekta og gervi brosi.

Bros styrkri ónæmiskerfið: Bros getur í raun og veru bætt líkamlega heilsu þína. Líkaminn er afslappaðri þegar þú brosir, sem leiðir til betri heilsu og sterkara ónæmiskerfis.

Bros eru smitandi: Rannsókn sem gerð var í Svíþjóð sýndi að fólk ætti erfitt með að setja upp fýlusvip þegar það horfði á brosandi fólk. Vöðvar í andlitinu þráuðust við að gretta sig og framkölluðu bros í andlitum þáttakendanna.

Bros minnka stress: Líkaminn losar hormónið endorfín þegar þú brosir, jafnvel þegar brosið er þvingað. Sú skapbreyting hjálpar þér að slaka á og líða betur.

Það er auðveldara að brosa en að setja upp leiðisvip: Færri vöðvar eru notaðir til að brosa en að setja upp vanþóknunarsvip.

Bros er alþjóðlegt hamingjutákn: Handartök, faðmlög og hneigingar hafa mismunandi merkingu hjá ólíkum menningarheimum. Bros er þó þekkt stærð útum allan heim og gefur skýr skilaboð um hamingju og viðurkenningu (acceptance).

Við brosum í vinnunni: Rannsóknir sýna að við brosum að meðaltali 20 sinnum á venjulegum vinnudegi… og mun oftar um helgar.

Þegar við brosum notum við frá 5 til 53 andlitsvöðva: við notum allt að 53 vöðva til að framkalla bros.

Börn fæðast með hæfileikann til að brosa: börn læra ótrúlega margt á fyrstu mánuðum ævinnar en bros er eiginleiki sem heilbrigð börn fæðast með.

Bros eykur líkurnar á að þú fáir stöðuhækkun: Brosandi manneskja er aðlaðandi og virðist félagslynd og sjálfsörugg – fólk sem brosir mikið er líklegra á að fá fleiri tækifæri í lífinu.

Við eigum auðveldast með að þekkja brosandi andlit af öllum tegundum andlitssvipum: Af öllum svipbrigðum á fólk á auðveldast að þekkja brosandi andlit í fjarlægð.

Konur brosa meira en karlar: Almennt séð, þá brosa konur meira en karlar…

Bros þykja meira aðlaðandi en farði: niðurstöður rannsókna benda til að um 70% þátttakanda þyki brosandi andlit meira aðlaðandi en vel farðað andlit.

Til eru 19 tegundir mismunandi brosa: vísindamenn hafa skipt brosum í 19 flokka eftir aðstæðum og fjölda vöðva sem notaðir eru við að lyfta munnvikum upp á við.

Börn byrja að brosa skömmu eftir fæðingu: nokkurra vikna kríli brosa til kunnuglegra andlita en þau byrja nokkurra daga gömul að brosa í svefni.

 

Til baka

 
 

Ármúli 11, Reykjavik, 108, IS
S:(+354) 555 7080

Fylgdu okkur á

 
© 2018 Dale Carnegie & Associates, Inc.. Allur réttur áskilinn.
Vefsíða hönnuð og þróuð af Americaneagle.com