Prenta  

Forðastu streitu á vinnustaðnum

stress

 

Álag er til staðar bæði í góðæri og þegar harðnar í ári. Hins vegar getur álagið magnast upp á erfiðum tímum. Vandamál heima fyrir geta haft bein áhrif á vinnutengd málefni. Mikilvægt er fyrir stjórnendur að gæta að því að teymið þeirra getur glímt við ytri streituvalda sem hafa áhrif á frammistöðu í starfi. Það er þitt hlutverk að búa til vinnuumhverfi sem dregur úr streitu og laðar fram anda skuldbindingar. Í slíku vinnuumhverfi er starfsfólk líklegra til að ná fram fullri getu sinni og skila góðu framlagi. Hér eru átta ráð sem hjálpa þér og þínu teymi að hafa stjórn á streitu og áhyggjum við erfiðar aðstæður.

1. Lifðu í núinu.
Fagmaður með þjónustuskuldbindingu gengur þannig frá öllum samskiptum við viðskiptavini að engin slæm upplifun spilli fyrir framtíðarsamskiptum. Ekki láta fyrri árangur eða mistök í fortíðinni eða hugsanir um árangur eða erfiðleika í framtíðinni hafa áhrif á frammistöðu þína hér og nú. Þegar kemur að þjónustu við viðskiptavini er nauðsynlegt að lifa í augnablikinu. Ekki ergja þig á smámunum
Smámunir eru það sem skiptir litlu máli í samanburði við annað í lífi þínu. Þegar þú einbeitir þér að smámunum missirðu yfirsýnina. Hafðu hugann við stóru myndina. Það hjálpar þér að greina smáatriðin frá mikilvægum málefnum.
3. Þú skalt sætta þig við það sem er óhjákvæmilegt.
Gerðu þér grein fyrir því þegar þú ert í stöðu sem er óhjákvæmileg. Ef þú getur lært að greina aðstæður sem þú hefur enga stjórn á geturðu náð stjórn á tilfinningaþáttum aðstæðnanna. Með því að sættast við útkomuna tekurðu meðvitaða ákvörðun um viðbrögð við óhjákvæmilegum aðstæðum.
 
4. Ákvarðaðu hve mikillar streitu tilteknar aðstæður eru virði og neitaðu að gefa meira af þér í þær.
Þegar þú hefur tekið slíka ákvörðum er auðveldara að finna leiðir til að bæta ástandið eða láta það eiga sig og halda áfram.
 
5. Skapaðu öðrum hamingju.
Þetta er grunnregla sem höfðar til göfugri markmiða þinna. Erfitt er að viðhalda neikvæðri afstöðu þegar þú ert að gera eitthvað gott eða hjálplegt fyrir aðra. Með öðrum orðum: Að gera öðrum gott lætur þér líða betur.

6. Gerðu ráð fyrir vanþakklæti
Í starfi þínu veitirðu margvíslega þjónustu. Þegar það er gert er eðlilegt að vænta einhvers þakklætisvotts fyrir veitta aðstoð. Sjaldan eru slíkar væntingar uppfylltar. Þú mátt teljast heppin(n) ef þú færð hjartanlegar þakkir frá einhverjum; þá hefurðu hitt á þakkláta manneskju. Flest fólk er einfaldlega ekki vant því að auðsýna þakklæti jafnvel þó að þú veitir því framúrskarandi þjónustu. Þú skalt ekki láta vanþakklæti aftra þér frá því að veita hágæðaþjónustu.
 
7. Fylltu verk þín af eldmóði.
Eldmóður er sú jákvæða orka og stöðuga viðleitni sem heldur þær á leiðinni í átt að markmiðum þínum. Að taka ákvörðun um að hafa jákvætt viðhorf getur verið nauðsynlegt til að þú njótir starfsins og þess að vinna með innri og ytri viðskiptavinum.

8. Gerðu eins vel og þú getur.
Það getur verið erfitt að takast á við gagnrýni, sérstaklega ef hún er ósanngjörn eða ef hún hefur slæm áhrif á sjálfsmynd þína. Ein leið til að fá rétt sjónarhorn á gagnrýni er að spyrja sjálfan sig hvort maður sé örugglega að gera eins vel og maður mögulega getur. Ef sú er raunin skaltu forðast að taka gagnrýni persónulega. Ef tilefni er til að bæta frammistöðu þína skaltu líta á gagnrýnina hlutlægum augum og taka ábyrgð á því að bæta frammistöðu þína.
 
 

Til baka

 
 

Ármúli 11, Reykjavik, 108, IS
S:(+354) 555 7080

Fylgdu okkur á

 
© 2018 Dale Carnegie & Associates, Inc.. Allur réttur áskilinn.
Vefsíða hönnuð og þróuð af Americaneagle.com