Prenta  

Drifkraftur: hvað hvetur okkur áfram?

 RSA-Animate-Drive-The-surprising-truth-about-what-motivates-us
 
Þetta myndband, sem byggt er á bók Daniel Pink; Drive: The Surprising Truth About What Motivates Us útskýrir á myndrænan hátt hvað drífur okkur áfram. Þar kemur fram að klassískar hugmyndir um umbun fyrir vel unnin störf og refsingu fyrir óæskilega hegðun eru of einfaldar fyrir það flókna umhverfi sem við störfum flest í.
 

Pink færir rök fyrir því að þeir 3 þættir sem mestu máli skipti til að virkja fólk séu:

Sjálfstæði (Autonomy):

Það gefur góða raun að veita starfsmönnum sjálfstæði í vinnu. Oftast eru afköst mikilvægari en viðvera á vinnustað. Sveigjanlegur vinnutími er hvetjandi fyrir starfsfólk. Jafnframt er líklegra til árangurs að veita starfsfólki svigrúm til að leysa verkefnin með þeim hætti sem því hentar best fremur en að vaka yfir hverju skrefi sem það tekur. Það er letjandi á að vera undir smásjá stjórnanda sem bendir á veikleika manns fremur en styrkleika.  

Leikni (Mastery):

Með leikni er átt við að starfsfólki sé gefið tækifæri til að bæta færni sína á þeim sviðum sem skiptir það máli. Með því að leggja verkefni fyrir fólk sem er hæfilega erfitt, hvorki of þungt né of létt, myndast svigrúm til að vaxa í starfi. Hættan á of léttum verkefnum er sú að sá sem það framkvæmir leiðist í vinnunni og séu verkefnin of þung valda þau kvíða. Þegar markmiðið er að virkja starfsfólk er mikilvægt að vinnustaðurinn og starfsumhverfið hvetji til símenntunar og starfsþróunar. 

Tilgangur (Purpose):

Gefðu starfsmönnum möguleika á að leggja sitt að mörkum til samfélagsins. Það er hvetjandi að vinna að skýrri framtíðarsýn sem skiptir máli í stærra samhengi en metið verður í krónum og aurum. Markmið einstaklinga sem og fyrirtækja ættu að fókusa á tilgang jafnt sem og hagnað. Með því að nota orð sem leggja áherslu á tilgang verður auðveldara að skapa heilsteypta liðsheild. Það er meira gefandi að vinna að skýrri og uppbyggilegri framtíðarsýn en að horfa einungis á mögulegan hagnað vinnuveitandans.

 

Hér er TED fyrirlestur Daniel Pinks.
 

Til baka

 
 

Ármúli 11, Reykjavik, 108, IS
S:(+354) 555 7080

Fylgdu okkur á

 
© 2018 Dale Carnegie & Associates, Inc.. Allur réttur áskilinn.
Vefsíða hönnuð og þróuð af Americaneagle.com