Prenta  

Einstaklingar

indivi

Hvort sem þú vilt bæta frammistöðu þína í sölumennsku, leiðtogahæfni, samhæfa hæfileika, bæta samskipti, framsetningu eða þjónustu við viðskiptavini þá muntu finna leiðir hér sem falla fullkomlega að þínu áhugasviði. Hægt er að velja námskeið til styttri og lengri tíma, taka kúrsa í gegnum net- eða síma – hvað eina sem hentar þér best.

 
Það skiptir ekki öllu máli hvaða kennsluaðferð þú velur, þú munt læra á áhrifaríkan hátt sem mun hjálpa þér að auka færni þína í starfi og byggja upp frama þinn. Þessi námskeið hafa þegar hjálpað yfir átta milljónum manna með hinn ólíkasta bakgrunn.
 
 

Vinsælasta námskeiðið:

Dale Carnegie 8 vikna

Námskeiðið hjálpar þér að standa undir auknum kröfum í harðnandi heimi. Þú lærir að byggja upp traust sambönd, hafa stjórn á áhyggjum og streitu og takast á við æ örari og stærri breytingar. Þú nærð betur til fólks, átt auðveldara með að leysa vandamál og verður einbeittari sem leiðtogi í kjölfar námskeiðsins. Síðast en ekki síst hjálpar námskeiðið þér að fagna áskorunum og breytingum með sjálfstrausti og eldmóði.
 

 

Árangursrík sala

Sala snýst um mun meira en að þylja upp kosti vöru eða þjónustu. Sölufólk sem nær árangri fylgir ferli sem leiðir til lokunar sölu frá upphafi sambands við viðskiptavin. Námskeiðið Árangursrík sala tekur á þeim þáttum sem ákvarða árangur í sölu og því hvernig byggja á upp samband sem skilar árangri. Þú lærir að stjórna tíma þínum og söluábendingum á áhrifaríkan hátt, að ná til viðskiptavina, koma á fundum með lykilfólki og hvernig á að byggja þá fundi upp.

Meiri upplýsingar

 

Leiðtogaþjálfun fyrir stjórnendur

Góður stjórnandi er í dag ekki sjálfkrafa álitinn góður leiðtogi. Skýr skil eru á milli þessara hlutverka. Á námskeiðinu lærir þú að þekkja í hverju munurinn liggur og þróar hæfileika þína í átt að kröftugri og árangursríkari leiðtogahæfni. Hættu að stýra og byrjaðu að leiða.

Meiri upplýsingar

 

Áhrifaríkar kynningar

Fluttar eru sjö kynningar á tveimur dögum sem teknar eru upp. Eftir hverja kynningu fær hver þátttakandi "maður á mann" leiðsögn frá þjálfurum okkar. Hópurinn á námskeiðinu er lítill. Umhverfið hvetjandi. Vinnan krefjandi. Árangurinn framúrskarandi.

Meiri upplýsingar

 

Ármúli 11, Reykjavik, 108, IS
S:(+354) 555 7080

Fylgdu okkur á

 
© 2018 Dale Carnegie & Associates, Inc.. Allur réttur áskilinn.
Vefsíða hönnuð og þróuð af Americaneagle.com