Prenta  

Miðvikudagur, 03 október, 2018

Leiðtogaþjálfun fyrir stjórnendur

Miðvikudagur, 03 október, 2018
08:30 - 12:00

Skrá Flytja í Outlook

 

Upplýsingar um námskeið

Fyrir þá sem standa í eldlínunni er ekki nóg að vera góður stjórnandi. Það krefst hæfni raunverulegs leiðtoga. Þetta veist þú og Dale Carnegie þjálfunin líka. Til að gefa þér bestu möguleikana á að hámarka hæfni þína sem leiðtoga höfum við endurbætt námskeiðið Leiðtogaþjálfun fyrir stjórnendur. Þetta frábæra námskeið færir þér í hendur réttu tæknina til að koma auga á og þroska þá leiðtogahæfileika sem búa í þér. Þú öðlast þekkingu, sérfræðikunnáttu og lærir aðferðir þeirra sem koma fram með nýjungar og taka mikilvægar ákvarðanir. Þú hagnast á innsæi reyndra leiðtoga sem hafa sýnt snilli sína í ná árangri í lífinu og verið samstíga þeim öru breytingum sem eiga sér stað í heiminum.
 
Leiðtogaþjálfun fyrir stjórnendur er byggð upp á ,,maður á mann" kennslu, gagnvirkum liðsæfingum, reynslu sem þátttakendur deila með öðrum og fjölbreyttri hópvinnu. Þannig öðlast þú ákveðna hæfileika sem fylgja því að læra með öðrum.
 
 
// Ávinningur: 
 • Skapa sameiginlega sýn
 • Þróa áætlanir og hrinda þeim í framkvæmd
 • Taka ígrundaða áhættu og hvetja fólk til að taka áhættu og sýna frumkvæði
 • Flykkja fólki í lið með þér
 • Afla samvinnu á öllum stigum
 • Leiða vinningslið, deild eða skipulagsheild
 • Veita öðrum umboð til framkvæmda og skila þannig enn meiri árangri
 • Koma auga á og viðurkenna góðan árangur einstaklinga og liðsheilda
 • Skilgreina kröfur og gera fólk ábyrgt fyrir sínum verkefnum
 • Vinna eftir 8 þrepa áætlunarferli sem skilar frábærum árangri
 • Setja árangursmarkmið í takt við heildaráætlanir
 • Þróa með þér sveigjanlegan leiðtogastíl
 • Eiga samskipti sem einkennast af sjálfstrausti
 • Móta liðsheild sem vinnur saman og skilar frábærum árangri
 
//Fyrirkomulag:
Námskeiðið skiptist í sjö hluta:
 
1. tími:
Þróun forystuhæfileika
 
2. tími:
Nýsköpunarferlið
 
3. tími:
Skilgreining starfsárangurs og viðurkenningarferli
 
4. tími:
Ákvarðanataka, skilgreining vandamála og hvatning
 
5. tími:
Valddreifing og tekið á mistökum annarra
 
6. tími:
Tjáskipti til forystu og árangursrík fundarstjórnun
 
7. tími:
Breytingarstjórnun og markmiðasetning
 
 
// Innifalið:
360°mat
Rafrænt mat sem sent er til þátttakandans, yfirmanna hans og starfsmanna. Matið gefur tækifæri til endurgjafar frá þeim aðilum sem þekkja til eða starfa með viðkomandi. Ávinningur af 360 gráðu matinu er fyrir þátttakandann sjálfan, aukinn skilningur á eigin færni, ásamt því að sjá tækifæri til vaxtar og því auknar líkur á að viðkomandi skilji og þrói eigin hæfni til að ná auknum árangri.
 
 
 

 

Skrá Flytja í Outlook

 

Staðsetning

Ármúli 11
Reykjavik, 108
Iceland
(+354) 555 7080
 

Fyrir hverja er námskeiðið

Fólk á öllum sviðum fyrirtækisins sem hefur áhuga á að ná hámarksárangri í starfi. Nægir að nefna skrifstofustjóra, verkstjóra, deildarstjóra, aðstoðarstjórnendur og framkvæmdastjóra. Starfsmenn sem leiða hópa, stýra verkefnum eða eru í forsvari fyrir nefndum, hafa einnig gagn af Leiðtogaþjálfuninni fyrir stjórnendur. Það sem er mikilvægast er að fólk úr ólíkum geirum viðskiptalífsins læri að takast á við þær margvíslegu áskoranir sem fylgja stjórnunarhlutverkinu.
 
 
 


 
 

Ármúli 11, Reykjavik, 108, IS
S:(+354) 555 7080

Fylgdu okkur á

 
© 2018 Dale Carnegie & Associates, Inc.. Allur réttur áskilinn.
Vefsíða hönnuð og þróuð af Americaneagle.com