Fimmtudagur, 03 maí, 2018
Þjónustuupplifun- Sala er þjónusta
Fimmtudagur, 03 maí, 2018
19:30 - 21:00
Skrá
Flytja í Outlook
Hvað segir viðskiptavinurinn um þitt fyrirtæki?
Endurgjöf á þjónustu hefur sennilega aldrei verið virkari með tilkomu samfélagsmiðla. Umræðan fer a.m.k. fram á Tripadvisor, facebook, blogsíðum og kommentakerfum og getur farið hratt af stað starfsemi okkar til heilla eða óheilla. Á þessu þjónustunámskeiði sem á ensku kallast, world class customer service, lærir þú að gera góða þjónustu enn betri. Þú lærir að greina þarfir viðskiptavinarins og færa honum þær lausnir sem færa ánægju hans á efsta stig. Þú metur eigið viðhorf og lærir leiðir til að bregðast við erfiðum aðstæðum af öryggi.
// Fyrir hverja
Alla þá sem eru í beinu sambandi við viðskiptavini og geta haft áhrif á kaup þeirra á vöru eða þjónustu.
· Veitingafólk
· Verslunarfólk (starfsmenn á gólfi í verslunum)
· Símasölufólk (þá sem taka við pöntunum í síma)
· framlínufólk, t.d. hjá tryggingafélögum, bönkum, bílaumboðum, heildsölum, ríkisstofnunum, sérhæfðum verslunum, ráðgjöfum iðnfyrirtækja o.s.frv.
· Símsvörunarfólk á skiptiborðum
// Vitnisburður
,,eftir þjónustuþjálfun Dale Carnegie finn ég fyrir auknu frumkvæði og krafti hjá starfsfólkinu. Það á auðveldara með að setja sig í spor viðskiptavinarins og finna út þarfir
viðkomandi. þetta skilar sér svo í aukinni sölu og ánægju viðskiptavina okkar. Þjálfunin var hverrar krónu virði."
Valdimar Grímsson, framkvæmdastjóri Lystadún Marco
// Ávinningur
· meta viðhorf til þjónustulundar og setja sér markmið til úrbóta
· nýta sér fjóra drifkrafta góðrar þjónustu til að byggja upp traust viðskiptasambönd
· hafa stjórn á viðhorfi sínu með því að beita viðhorfsstjórnunarreglum
· hafa jákvæð áhrif við fyrstu kynni
· koma auga á tækifæri til að sjá viðskiptavinum fyrir fleiri vörum eða meiri þjónustu með hag allra að leiðarljósi
· finna leiðir til að veita viðskiptavinum aukið virði
· beita kross-söluferli sem auðveldar viðskiptavininum að taka ákvörðun
· Greina „heitu takkan" og hlutverk þeirra í ágreiningi
· Láta aðra njóta vafans og beita stuðpúða á skoðanir svo þær fái aukinn hljómgrunn
· Beita sérstakri aðferð við að leggja til hugmyndir og vera ósammála á jákvæðan hátt
// Fyrirkomulag
Fjögur skipti – 2 tímar í senn. Dreifing námskeiðsins á 4 vikna tímabil tryggir tækifæri til að æfa þá kunnáttu sem kynnt er á námskeiðinu á milli tímanna og þar með tryggja aukna hæfni og breyttar venjur. Annars konar fyrirkomulag er samkomulagsatriði í fyrirtækjasamstarfi. Í lok námskeiðs fá þátttakendur útskriftarskírteini frá Dale Carnegie & associates.