Prenta  

Hrósaðu í dag!

 

thumbs

Flest erum við sammála um að gott sé að fá hrós og þegar við hrósum öðrum gleðjum við aðra. Hrós eiga að snúast um viðtakanda þess. Hins vegar fáum við ótrúlega mikið útúr þvi að hrósa öðrum. Gefandinn græðir ekki síður en sá sem hrósið þiggur.

Ekki eru öll hrós söm að gæðum. Það skiptir miklu hvernig það er framborið. Tímasetning og tóntegund skiptir jafn miklu máli og orðin sem notuð eru.

 

Kostir þess að hrósa öðrum:

Að hrósa er frábær leið til að brjóta ísinn: Fólki líður vel þegar því er hrósað og sá sem það hlýtur tengir vellíðunina við þig. Það er því líklegra að þú eignist vin í ókunnugri manneskju ef þú byrjar samtal við hana með jákvæðri athugasemd.

Hrós bæta samskipti: Þetta atriði er svo augljóst að það tekur því varla að nefna það. Hvatning og hrós eru mikilvægir þættir í samskiptum við fólkið í lífi þínu. Þeim líkar betur við þig þegar þú segir fallega hluti við það.

Þú verður glaðari: Það er gaman að hrósa öðrum. Ef þér virkilega finnst viðkomandi eiga hrós skilið þá líður þér vel eftir að hafa komið því á framfæri. Hvers vegna stendur á því? Þegar þú „leitar uppi" það góða í fari annarra  og kemur því á framfæri þá fylgja fleiri jákvæðar hugsanir í kjölfarið. Gott laðar gott að sér.

Bætir eigið sjálfstraust: Það getur verið mikil áskorun fólgin í því að hrósa öðrum. Stundum þarf kjark til að ganga uppað annarri manneskju til að segja henni að hún standi sig vel / líti vel út / hafi vakið þig til umhugsunar o.sfrv. Með því að láta slag standa og hrósa öðrum sýnirðu að þú getur haft áhrif á líf annarra með gerðum þínum og orðum. Auk þess sem fókus athygli þinnar að kostum annarra opnað augu þín fyrir eigin kostum og hæfileikum.

 

Til baka

 
 

Ármúli 11, Reykjavik, 108, IS
S:(+354) 555 7080

Fylgdu okkur á

 
© 2018 Dale Carnegie & Associates, Inc.. Allur réttur áskilinn.
Vefsíða hönnuð og þróuð af Americaneagle.com