Dale Carnegie á Íslandi
 

Dale Carnegie fyrir ungt fólk.

Við höldum námskeið fyrir ungt fólk á aldrinum 10 til 25 ára. Á þessum námskeiðum eru þátttakendur á saman aldri. Þannig fylgja krakkarnir sínum jafnöldrum og hægt er að vísa í þeirra reynsluheim. Krakkar sem eru 10 til 12 ára eru saman í hópi. Unglingar á aldrinum 13 til 15 ára eru saman í hópi. Krakkar á framhaldskólaaldri eru saman, 16 til 20 ára. 21 til 25 ára eru svo saman í hópi. 

  • Þjálfunin sem byggist á hvatningu, hrósi og jákvæðni.
  • Það skiptir miklu máli að hafa jákvætt viðhorf á námskeiðinu því með réttu viðhorfi erum við tilbúin til þess að ná árangri.
  • Við þjálfum ykkur á þann hátt að þið getið notað þekkinguna sem þið öðlist á námskeiðinu í raunverulegum aðstæðum í lífinu.
  • Þegar viðhorfið, þekkingin og þjálfunin er komin þá öðlist þið hæfni til þess að ná tímamótaárangri. 
  • Öll námskeiðin byggjast á virkri þátttöku í stað fyrirlestra. Þátttakendur taka mikinn þátt og leysa skemmtileg og krefjandi verkefni.
  • Verkefnin eru þaulprófuð af milljónum þátttakenda, eru hagnýt og nýtast því fólki strax á meðan þjálfun stendur.
  • Sú staðreynd að nánast öll þjálfun sem er í boði hjá Dale Carnegie stendur yfir í nokkrar vikur, tryggir að fólk fær nægan tíma til að öðlast hæfni á mörgum mismunandi sviðum.
  • Þjálfun þáttakenda byggist á jákvæðni. Jákvæð hvatning hefur góð áhirf á fólk sem er að læra nýja hluti og hjálpar þeim að ná tímamótaárangri. 
  • Í stuttu máli fyllir þjálfunin fólk krafti til að stíga útúr þægindahringnum og setja sér - og ná metnaðarfullum markmiðum.

 Nánari upplýsingar má sjá á www.naestakynslod.is og á www.dale.is/ungtfolk