Dale Carnegie á Íslandi
 

Mobile - Events Category

Dale Carnegie námskeiðið

Langar þig að öðlast sjálfstraust og hugsun sigurvegarans, eflast við hverja raun og vinna markvisst að því að draumar þínir rætist? Þráir þú að ná markmiðum þínum í vinnunni og einkalífinu á auðveldan og skipulagðan hátt? Þú getur skapað þína eigin velgengni í stað þess að efast um eigið ágæti og líta þá öfundaraugum sem ná árangri í lífinu. Þú getur orðið leiðtogi á öllum sviðum og haft stjórn á áhyggjum og streitu. Þér standa allir vegir færir. Ef þú vilt!

Áhrifaríkar kynningar

Á námskeiðinu Áhrifaríkar kynningar læra þátttakendur á tveimur dögum tækni sem hlotið hefur mikið lof. Fluttar eru 7 kynningar á tveimur dögum sem teknar eru upp á myndband. Eftir hverja kynningu fá allir þátttakendur „maður á mann" leiðsögn frá sérþjálfuðum þjálfurum okkar.

Árangursrík sala

Þú veist að sala getur verið flókið ferli. Lykillinn að velgengni í sölu er að fá ferlið til að vinna rétt fyrir sölufólk þitt þannig að bæði viðskiptavinir þínir og fyrirtæki þitt hagnist. Þetta vitum við hjá Dale Carnegie þjálfuninni líka. Þess vegna höfum við fínstillt námskeiðið Árangursrík sala. Það er besta þjálfunin okkar fyrir fyrirtæki sem vilja halda forystu í samkeppninni ár eftir ár.

Dale Carnegie fyrir 10-12 ára

Dale fyrir 10 til 12 ára. Markmið námskeiðisins er að efla sjálfstraust og leiðtogahæfileika, bæta tjáningu og samskiptahæfileika ásamt því að auka jákvætt viðhorf.

Dale Carnegie fyrir 13-15 ára

Dale Carnegie fyrir 13-15 ára Markmið námskeiðsins er að efla sjálfstraust og leiðtogahæfileika, bæta tjáningu og samskiptahæfileika ásamt því að auka jákvætt viðhorf.

Dale Carnegie fyrir 16-19 ára

Dale Carnegie fyrir 16-19 ára Á námskeiðinu er mikið lagt upp úr því að hvetja og hrósa til að byggja upp sterka sjálfsmynd. Þar lærir þú samskiptareglur sem nýtast þér til betri samskipta við fjölskyldu og vini. Þú lærir einnig aðferðir sem koma þér til góða þegar þú þarft að koma fram og tjá þig fyrir framan aðra, ásamt því að verða sterkari leiðtogi, vera jákvæðari og líta björtum augum á framtíðina.

Dale Carnegie fyrir 20-25 ára

Dale Carnegie fyrir 20-25 ára. Markmið námskeiðsins er að efla sjálfstraust og leiðtogahæfileika, bæta tjáningu og samskiptahæfileika ásamt því að auka jákvætt viðhorf.

Framúrskarandi öryggismenning

Markmið námskeiðsins er að hafa áhrif á viðhorf einstaklinga, efla frumkvæði þeirra í að láta öryggismál sig varða og auka ábyrgðartilfinningu fyrir eigin öryggi og starfsmanna. Stuðst verður við fjögurra þrepa ferli í gegnum nám skeiðið: sýn, stöðumat, áhættumat og innleiðingu. Þátttakendur vinna að raunverulegu úrbótaverkefni er lýtur að því að innleiða sýn fyrirtækisins í öryggismálum. //Fyrir hverja: Námskeiðið er bæði fyrir þau fyrirtæki sem hafa sett sér sýn og stefnu í öryggis málum og hi

Leiðtogaþjálfun fyrir stjórnendur

Góður stjórnandi í dag er ekki sjálfkrafa álitinn góður leiðtogi. Skýr skil eru á milli þessara hlutverka. Á námskeiðinu lærir þú í hverju munurinn liggur og þróar hæfileika þína í átt að kröftugri og árangursríkari leiðtogahæfni. Hættu að stýra og byrjaðu að leiða.

Stjórnendaþjálfun

Nú til dags er góður stjórnandi ekki sjálfkrafa álitinn góður leiðtogi. Skýr skil eru á milli þessara hlutverka. Á námskeiðinu lærir þú að þekkja hvar munurinn liggur og þróar hæfileika þín í átt að kröftugri og árangursríkari leiðtogahæfni. Hættu að stýra og byrjaðu að leiða.

Þjálfun fyrir þjálfara

Þjálfun fyrir þá sem búa yfir sérfræðiþekkingu og þurfa að koma henni á framfæri á námskeiðum, í fræðslu eða við aðrar aðstæður sem kalla á færni í tjáningu.

3ja daga námskeið

Dale Carnegie 3ja daga

Byggir á sömu aðferðum og verkefnum og Dale Carnegie 8 vikna námskeiðið. Námskeiðið gefur af sér mikinn ávinning á stuttum tíma. Það hjálpar til við að takast á við þær kröfur sem gerðar eru í harðnandi heimi viðskipta og samkeppni. Æfingar til að byggja upp traust sambönd, hafa stjórn á áhyggjum og streitu og takast á við æ örari og stærri breytingar eru lagðar fyrir.

Heilsdagsnámskeið

Brot af því besta

Hefur þú lokið Dale Carnegie grunnnámskeiðinu og langar að finna aftur fyrir eldmóðinum og örygginu sem einkenndi þig eftir námskeiðið? Komdu og fáðu brot af því besta og endurvektu kraftinn sem býr innra með þér.