Persónuverndarstefna
 

Almennt

 
Þú getur skoðað og notið vefsvæðisins okkar án þess að gefa upp nokkrar persónulegar upplýsingar, þar með talið netfangið þitt. En ef þú skilur eftir persónuupplýsingar hér geturðu verið viss um að við munum ekki selja, leigja eða deila persónuupplýsingunum þínum með neinum öðrum, nema í eftirfarandi tilvikum: (1) Til þjónustuveitanda okkar en þá aðeins svo þeir geti hjálpað okkur að veita þér þá þjónustu sem þú baðst um (2) Einstaka sinnum þegar við sendum út rafpóst til þín með efni sem kann að vekja þér áhuga, t.d. fréttum um breytingar á vefsvæðinu okkar eða sérstakar kynningar (t.d. fréttabréf, verðlaunasamkeppni eða áskriftir að þjónustum okkar), þá deilum við upplýsingunum þínum með samstarfsaðilum okkar svo að þeir geti sent þér áhugavert kynningarefni.
 
Ef þú vilt ekki að við deilum netfanginu þínu með öðrum fyrirtækjum eða stofnunum skaltu láta okkur vita með því að hringja í símanúmerið hér að neðan.
Ef þú gefur okkur upp póstfangið þitt kann að vera að við sendum þér stundum póstleiðis upplýsingar um nýjar vörur og þjónustu eða væntanlega viðburði. Ef þú kærir þig ekki um slíkar sendingar skaltu láta okkur vita með því að hringja í símanúmerið hér að neðan.
Þeir sem gefa okkur upp símanúmerið geta átt von á símtali frá okkur varðandi nýjar vörur eða þjónustu eða væntanlega viðburði. Ef þú kærir þig ekki um slíkar símhringingar skaltu láta okkur vita með því að hringja í símanúmerið hér að neðan.
 
 
 
 
 

Hvernig við notum upplýsingar
 

 
Ópersónulegar upplýsingar. Til að geta veitt þér betri þjónustu söfnum við upplýsingum sem varða ekki þína persónu heldur tölvuna þína eða vafrann sem þú notar. Þetta er gert með því að rekja IP-tölur og aðrar upplýsingar, s.s. vafrategund og útgáfu, stýrikerfi og/eða verkvang, til að greina leitni, hjálpa okkur að stjórna vefsvæðinu, rekja ferðir gesta um vefsvæðið og safna lýðfræðilegum upplýsingum til nota í formi safnupplýsinga. IP-tölur tengjast ekki persónugreinanlegum upplýsingum.
 
Lýðfræðilegar safnupplýsingar. Við kunnum að deila lýðfræðilegum safnupplýsingum með þriðja aðila en þessar upplýsingar eru ekki tengdar við neinar persónuupplýsingar sem rekja má til þín eða annars einstaklings. Því eru engar persónuupplýsingar afhjúpaðar á þennan hátt.
Afhjúpun í lagalegum tilgangi. Þær aðstæður geta komið upp, þar sem lagaskylda kveður á um, að við afhendum persónuupplýsingar og aðrar upplýsingar, t.d. vegna lagastefnu eða kröfu eða beiðni yfirvalda. Ef slíkar kröfur koma verðum við að sjálfsögðu að hlíta lögum. Þessu til viðbótar og þrátt fyrir sérhvert ákvæði þessarar persónuverndarstefnu áskiljum við okkur rétt til notkunar og afhjúpunar á persónuupplýsingum og ópersónulegum upplýsingum í því skyni að rannsaka, koma í veg fyrir eða bregðast við lögbrotum, gruni um svik eða aðstæðum sem fela í sér mögulega hættu á líkamsskaða hjá öðrum einstaklingi, eða í öðrum þeim tilgangi sem lög kveða á um.
 
 
 

Persónuvernd og tenglar við aðrar vefsíður
 

 
Vefsvæði okkar inniheldur tengla inn á önnur vefsvæði Dale Carnegie & Associates, Inc. og vefsvæði sem ótengdir þriðju aðilar reka. Athugið að við berum ekki ábyrgð á gagnaleynd eða innihaldi annarra vefsetra. Við hvetjum þig til að fylgjast með því hvenær þú ferð af vefsvæði okkar og til að lesa yfirlýsingar fyrirtækisins um meðferð upplýsinga um einstaklinga og trúnaðargagna og notkunarskilmála á hverju því vefsvæði sem safnar persónugreinanlegum upplýsingum. Þessi persónuverndarstefna á aðeins við um þetta vefsvæði.
 
 
 

Kynningarefni í tölvupósti
 

 
Ef þú vilt hætta að fá kynningarefni í tölvupósti skaltu fylgja leiðbeiningum um uppsögn áskriftar neðst í þessu tölvubréfi.
 
Áframsenda til kollega. Ef þú notar möguleikann „Áframsenda til kollega“ munum við nota netfangið í því skyni að áframsenda tölvubréfið til vinar í samræmi við þínar leiðbeiningar. Við munum ekki nota netfang vinar þíns í neinum öðrum tilgangi.
 
 
 

BLOGG

 
Við gerum varúðarráðstafanir til að vernda persónuupplýsingar þínar.
 
Við beitum viðeigandi aðgerðum til að takmarka aðgengi að persónuupplýsingum við þá sem hafa heimild til aðgangs að þeim og í réttum tilgangi.
Til verndar gegn ruslpósti, óviðkomandi umræðuefnum eða áreitandi athugasemdum eru öll ummæli yfirfarin áður en þau birtast á blogginu. Takmarkið athugasemdir ykkar við tvær á hvert umræðuefni og notið ekki hástafi. Hafið einnig í huga að sumar athugasemdir sem tengjast tilteknum námskeiðum á fremur að áframsenda á notendaaðstoð en birta hér.
 
 
 

Hafðu samband

 Hafir þú einhverjar spurningar eða ábendingar varðandi þessa Yfirlýsingu um persónuvernd er þér velkomið að hafa samband við okkur:
 
Dale Carnegie þjálfun
Ármúla 11
101 Reykjavík
555-7080
Eða senda tölvupóst á upplysingar@dale.is
 
 
 

Changes to Privacy Policy

 
This Privacy Policy was last changed on February 11, 2011. Dale Carnegie & Associates, Inc. reserves the right to modify or amend this policy at any time by posting the revised security policy on our site. The changes will only affect the information we collect after the effective date of the change to our security policy unless we clearly express otherwise.
 
 

Copyright

 
 
All content included on this site, such as text, graphics, logos, button icons, images, audio clips, digital downloads, and data compilations, is the property of Dale Carnegie & Associates, Inc. or its content suppliers and protected by United States and international copyright laws. The compilation of all content on this site is the exclusive property of Dale Carnegie & Associates, Inc. and protected by U.S. and international copyright laws.
 
DALE CARNEGIE IS AN AUTHORIZED PARTNER TO SELL PROFILES PRODUCTS IN THE UNITED STATES ONLY. THE CARNEGIE PERFORMANCE PROFILE MAY BE SOLD BY DALE CARNEGIE WORLDWIDE.
 
Copyright © 2011 Dale Carnegie & Associates, Inc. All rights reserved.