Prenta  

Verið virk og lifið verður skemmtilegra

 active

Mynd: www.fitsugar.com

 

Við skólasetningu Sæmundarskóla hvatti skólastjórinn krakkana til að vera virk í sínu námi. Þetta ráð fangaði athygli móður sem fylgdi 6 ára dreng í skólann í fyrsta sinn. Það er mikilvægt að vera virkur í námi; vegna þess að þá verður skemmtilegra í skólanum. Þetta ráð á við um svo margt annað. Það einfaldlega meira gefandi að taka virkan þátt í þeim verkefnum sem okkur er útdeilt hverju sinni.

Að vera virkur er oftast spurning um val – á milli þess að hafa áhrif á umhverfi sitt eða sitja óvirkur í baksætinu og láta aðra um að stýra för.

Haustið markar oft nýtt upphaf. Skólarnir byrja, vinnustaðir vakna úr dvala eftir sumarfrí og líkamsræktarstöðvar iða af lífi og fögrum fyrirheitum. Ný verkefni bíða okkar margra. Sum þeirra eru velkomin á meðan önnur valda kvíða.  Það er í okkar höndum að vinna sem best út úr þeim. Hvort sem þú sérð fram á erfiða tíma eins og missi

Óháð því sem þú fæst við þessa stundina hvet ég þig til að gera orð skólastjórans að þínum; Vertu virkur!

Einfaldlega vegna þess að þá verður lífið meira gefandi og skemmtilegt.

 

Til baka

 
 

Ármúli 11, Reykjavik, 108, IS
S:(+354) 555 7080

Fylgdu okkur á

 
© 2018 Dale Carnegie & Associates, Inc.. Allur réttur áskilinn.
Vefsíða hönnuð og þróuð af Americaneagle.com