Prenta  

Virk stjórnun er undirstaða fyrirtækja framtíðarinnar

virk

„Meira, betur, hraðar og ódýrar"  virðast vera þulur sem eru sífellt endurteknar í nútímaviðskiptum. Hvernig getum við fylgst með öllum breytingum og tileinkað okkur áhrifaríkar aðferðir til að taka á þeim? Það eru ekki  aðeins breytingarnar sem eru svo krefjandi.  Síaukinn hraði breytinganna er jafnframt mikilvæg breyta.

Menn hafa um langt skeið rannsakað á margvíslegan hátt hæfileikann til nýsköpunar og leitast við að uppgötva og skilja hvað það er sem gerir einstakling skapandi. Hvers konar umhverfi örvar sköpunargáfu fólks og leyfir henni að blómstra? Fólk hefur  um aldaraðir heillast af sköpunarferlinu – þessari röð ákveðinna skrefa þar sem einstaklingur eða hópur notar lögmál skapandi hugsunar til að skilgreina vandamál eða tækifæri á kerfisbundinn, hlutlausan og óhefðbundinn hátt. Þessi aukna meðvitund og skilningur hefur náð taki á ímyndunarafli þeirra stjórnenda sem hugsa um gæði og skilja hversu gífurlegan hag það hefur í för með sér að þróa hæfileika starfsfólks til sköpunar og úrlausna vandamála.

Kannanir hafa sýnt að hæfileikinn til að hugsa skapandi – til að skilgreina vandamál og tækifæri á nýjan og fumlegan hátt er  - talinn verðmætasti hæfileikinn meðal stjórnenda fyrirtækja sem leggja mesta áherslu á stöðuga framþróun.  Hvers vegna? Vegna þess að frumlegar hugmyndir geta af sér nýjar uppgötvanir,  betri leiðir, minni kostna og bætta frammistöðu – allt atriðið sem eru lífsnauðsynleg fólki í nútímaviðskiptum.  Því má segja að nýsköpun sé auðlind sem við stjórnum  þannig að viðskiptavinurinn verði ánægður.  

Leiðtogar notfæra sér því aflið sem felst í mannlegum möguleikum því þeir vita að þeir hafa ekki svör við öllu. Öflugt nýsköpunarferli hjálpar stjórnendum að stíga skrefin sem nauðsynleg eru til að breyta  visku í veruleika. 

ragga

Höfundur: Ragnheiður Aradóttir

Stjórnendaþjálfari hjá Dale Carnegie

 

Til baka

 
 

Ármúli 11, Reykjavik, 108, IS
S:(+354) 555 7080

Fylgdu okkur á

 
© 2018 Dale Carnegie & Associates, Inc.. Allur réttur áskilinn.
Vefsíða hönnuð og þróuð af Americaneagle.com