Prenta  

Virkjaðu starfsmenn í vaxandi fyrirtæki

virkjadu-i-vaxandi
 

Fyrirtæki í örum vexti eru góður vitnisburður um trygglyndi og vinnusemi starfsfólksins. Það er mikilvægt að fyrir leiðtoga og stjórnendur að viðhalda virkni allra meðlima hópsins á meðan fyrirtækið er vaxandi. Til að viðhalda virku, glöðu starfsfólki og koma í veg fyrir að það brenni út í vinnu.

1.    Hlustaðu á skoðanir starfsmanna þinna

Opin og heiðarleg samskipti á vinnustað hafa gríðarlega miklu máli. Það er mikilvægt að starfsmenn geti tjáð sig óhindrað um verkefni sín. Samvinna þar sem allir upplifa sig mikilvæga er hvetjandi og ýtir undir að fólk standi undir sinni ábyrgð.

 

2.     Skapaðu umhverfi sem ýtir undir virkni starfsmanna

Uppbyggileg fyrirtækjamenning og skýr stefnumótun styðja við árangur fyrirtækja. Þetta gætu verið hnitmiðuð markmið eins og að auka vörumerkjavitund eða aukin sala. Innri markmið s.s. góð samskipti á vinnustað eru líka gagnleg og mikilvægt er að þau séu sýnileg öllum starfsmönnum.

 

3.    Bjóddu upp á þjálfun

Þjálfun á vinnustað eykur möguleika starfsmanna til að vaxa í starfi sem og gefur stjórnendum tækifæri til að kenna hvers sé ætlast til af þeim. Innri þjálfun á vinnustað getur gefið góða raun. Utanaðkomandi þjálfarar eru þó líklegri til að ýta undir frumkvæði starfsmanna. Þjálfun veitir starfsmönnum tækifæri til að efla styrkleika sína bæði í leik og starfi.  

 

4.    Hvettu til samvinnu og hópastarfs

Andrúmsloft samvinnu og jákvæðra samskipta er grundvöllur þess að fyrirtæki dafni í hröðum vexti. Hvettu til þess að starfsmenn eigi samskipti þvert á deildir. Hvettu starfsmenn til að eiga samskipti augliti til auglitis í stað einhliða tölvupósta og símtala. Maður er manns gaman og það er okkur öllum mikilvægt að líða vel á vinnustaðnum.  

 

5.    Vertu góð fyrirmynd „Lead by example"

Þín hegðun hefur mikil áhrif á fólkið í kringum þig. Það er ósannfærandi að þegar fólk fylgir ekki sínum eigin fyrirmælum. Stjórnandi hjá fyrirtæki í örum vexti hefur margt á sinni könnu og verkefnalistinn er langur. Það er þó gríðarlega mikilvægt að taka frá tíma í dagsins önn til að eiga jákvæð og uppbyggileg samtöl við samstarfsfólk sitt.

 

Sterkir leiðtogar eru jákvæðir og vinna sem liðsmenn. Ofangreind ráð eru mikilvæg til að virkja og viðhalda virku starfsfólki svo heildin sem slík nái þeim markmiðum sem þú, sem leiðtogi, hefur sett.

 

Hér má sjá upprunalegu greinina:

http://www.raintoday.com/library/articles/keeping-employees-engaged-in-a-growing-company/

 

Til baka

 
 

Ármúli 11, Reykjavik, 108, IS
S:(+354) 555 7080

Fylgdu okkur á

 
© 2018 Dale Carnegie & Associates, Inc.. Allur réttur áskilinn.
Vefsíða hönnuð og þróuð af Americaneagle.com